was successfully added to your cart.

Umbúðamerkingar og pökkun

By febrúar 14, 2018Heimavinnsla afurða

Hver er tilgangur umbúðamerkinga?

Fyrir framleiðandan er tilgangurinn margþættur: (1) hann vill vera öruggur um að gæði vörunnar haldist óbreytt sem lengst og velur því umbúðir sem henta viðkomandi matvæli sem best (2) þá vill hann koma á framfæri ákveðnum upplýsingum sem gera hans vöru eftirsóknaverða í augum (og huga) kaupandans bæði hvað varðar að varan innihaldi ákveðinn efni eða að hún innihaldi ekki ákveðinn efni og svo framvegis.

Neytandinn vill geta lesið sér til um vörunna: hverslags matvæli um ræðir, lýsingu vörunar, innihald, hver framleiðir, hefur þessi vara einhvað að bjóða umfram aðrar samskonar vörur, hve lengi geymist hún og hvernig og svo framvegis. Með því að lesa merkingar á matvælum eiga neytendur að geta séð hvað þeir eru að kaupa.

Upplýsingar á umbúðum matvæla eru til að kaupendur og neytendur geti valið á milli mismunandi fæðutegunda, vörumerkja og gæða.