was successfully added to your cart.
Category

Heimavinnsla afurða

Umbúðamerkingar og pökkun

By | Heimavinnsla afurða

Hver er tilgangur umbúðamerkinga?

Fyrir framleiðandan er tilgangurinn margþættur: (1) hann vill vera öruggur um að gæði vörunnar haldist óbreytt sem lengst og velur því umbúðir sem henta viðkomandi matvæli sem best (2) þá vill hann koma á framfæri ákveðnum upplýsingum sem gera hans vöru eftirsóknaverða í augum (og huga) kaupandans bæði hvað varðar að varan innihaldi ákveðinn efni eða að hún innihaldi ekki ákveðinn efni og svo framvegis.

Neytandinn vill geta lesið sér til um vörunna: hverslags matvæli um ræðir, lýsingu vörunar, innihald, hver framleiðir, hefur þessi vara einhvað að bjóða umfram aðrar samskonar vörur, hve lengi geymist hún og hvernig og svo framvegis. Með því að lesa merkingar á matvælum eiga neytendur að geta séð hvað þeir eru að kaupa.

Upplýsingar á umbúðum matvæla eru til að kaupendur og neytendur geti valið á milli mismunandi fæðutegunda, vörumerkja og gæða.

Örverur

By | Heimavinnsla afurða

Matvæli mega ekki valda neytendum skaða. Það er grundvallaratriði.  Öll vinnsla matvæla og innra eftirlit og opinbert eftirlit gengur út á að tryggja öryggi matvæla.  Við vinnslu, geymslu og dreifingu matvæla eru notaðar leiðir og aðferðir til að halda örverum sem geta skaðað fólk og skemmt mat í skefjum.  Þess vegna eru alls konar viðmið um hitastig, sýrustig, örverumælingar o.fl. sett í reglugerðir og leiðbeiningar um opinbert eftirlit. Hættan af örverum er mest í afurðum úr dýraríkinu. Þess vegna eru reglur um þær strangari og eftirlit meira en fyrir önnur matvæli.

Kaupa námskeið