was successfully added to your cart.

Heimavinnsla afurða

By ágúst 29, 2017Óflokkað

Samstarf Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands um gerð kennsluefnis og vefnámskeiðs fyrir smáframleiðendur á kindakjötsafurðum.

Fullvinnsla á kindakjöti heima á sveitabæjum sem og hjá öðrum smáframleiðendum, mun líklega fara vaxandi á næstu árum.  Leyfisveitendur og eftirlitsaðilar krefjast þess í mun ríkari mæli að framleiðendur geti sýnt, á sannanlegan hátt, að þeir hafi faglega þekkingu og reynslu til að geta framleitt öruggar og góðar vörur.

Með þessu námskeiði, er þeim sem hafa áhuga á úrvinnslu  kindakjöts, gert mögulegt að sækja sér yfirgripsmikla þekkingu á netinu og fengið þekkinguna sem þeir hafað aflað sér staðfesta með prófum.

Um námið á netinu

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands með dyggri aðstoð Landsamtaka sauðfjárbænda eru bakhjarlar námskeiðsins. Námsefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá  Matís og forverum þess og ekki síður úr því efni sem finna má hjá Matvælastofnun.

Höfundar efnisins, eins og það birtist hér, eru Óli Þór Hilmarson kjötiðnaðarmeistari, Guðjón Þorkelsson matvælafræðingur, Þóra Valsdóttir matvælafræðingur og Júlía Sigurbergsdóttir viðskiptafræðingur. Ólafur Rögnvaldsson sá um kvikmyndun og Þormóður Dagsson vefhönnuður sá um grafík og vefhönnun.

Hvernig fer námið fram?

 • Nemandi skráir þátttöku á www.matis.online.is. Skrá þarf nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang
 • Nemandi fær svo greiðslutilkynningu í heimabanka.
 • Innskráningarkóða á vefsvæði sendur nemanda þegar greiðsla er staðfest.
 • Þátttaka hefst svo við innskráningu á námskeiðið.
 • Stakur aðgangur er einungis ætlaður einum notanda. Ef upp kemst um hvers kyns misnotkun á aðgangi að vefnámskeiðum verður viðkomandi aðgangi lokað.

Réttindi og viðurkenning

 • Hver kafli er sjálfstæð kennslueining. Í lok hvers kafla er próf í formi spurninga. Að lokinni próftöku kemur fram hvaða spurningum hefur verið svarað rétt og hverjum ekki. Einungis er hægt að taka hvert próf þrisvar sinnum.
 • Þegar öllum köflum hefur verið lokið með a.m.k. 80% réttum svörum í hverjum þeirra, er staðfest af nemanda, að prófum sé lokið. Eftir það lokast á frekari próftöku en efnið verður áfram aðgengilegt nemandanum.
 • Aðgangur að námskeiði gildir í eitt ár.
 • Hægt er að kaupa staka liði þessa námskeiðs á 19.900 krónur.
 • Viðkomandi fær sent viðurkenningarskjal þar sem staðfest er af kennurum að þessu námi sé lokið með fullnægjandi hætti.

Efnisyfirlit

 1. Örverur á kjöti og örverum á kjöti haldið niðri
 2. Leyfismál, gæðahandbók og innra eftirlit og stofnun fyrirtækja
 3. Pökkun matvæla og umbúðamerkingar matvæla
 4. Slátrun og kjötmat, almennt um kindakjötsmat
 5. Sögun/úrbeining og marinering​
 6. Söltun og reyking
 7. Hráverkun og pylsugerð
Kaupa námskeið

Námskeið Materials